Foreldrar á Ólafsfirði útiloka ekki áframhaldandi mótmæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:38 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“
Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55