Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 19:03 Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir. Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir.
Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11