Barnavernd hefur lítil afskipti af tveimur hælisleitendum á barnsaldri: "Þetta er algjörlega óviðunandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. apríl 2017 18:30 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét. Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét.
Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00