Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser Sæunn Gísladóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Martin Zeil. vísir/EPA Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira