HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:24 Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira