Ósammála um hlutverk Kushner Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2017 08:09 Donald Trump og Jared Kushner. Vísir/GEttty Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira