Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2017 14:17 Teitur Björn segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“ Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira