Eini fjárhagslegi ávinningur þýska bankans einnar milljón evru þóknun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2017 12:14 Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. fréttablaðið/gva Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56