Konur fá tæp 9 prósent höfundarréttargjalda frá Stef: „Á stærstu miðlum landsins þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. mars 2017 20:00 Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira