Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. mars 2017 18:30 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira