Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 16:00 Þetta verður í 397. skipti sem Kristján fer með hlutverk Cavaradossi. Vísir/ÞÖK/Vilhelm. Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“ Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög