Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 22:40 Vladimir Putin og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/EPA Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira