Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 10:38 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. Þórdís sagði að fyrirgefning sín á gjörðum Stranger hefði ekki verið fyrir hann. Skömmin hafi verið að eyðileggja líf sitt og mikilvægt hafi verið að skila henni aftur á sinn stað.Fjallað er ítarlega um þáttinn á vef Guardian en Þórdís og Stranger héldu erindi á All About Women hátíðinni í Sidney um liðna helgi. Bók Þórdísar og Stranger, Handan fyrirgefningar, hefur vakið heimsathygli, sem og TED-fyrirlestur þeirra, þar sem efni bókarinnar var rætt.Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Úr varð bókin Handan fyrirgefningar. „Ég vil hafa það á hreinu, fyrirgefningin var aldrei fyrir hann. Fólk telur að maður sé að gefa gerandanum eitthvað þegar maður fyrirgefur. Ég sé þetta allt öðruvísi. Fyrir mér var fyrirgefningin eitthvað sem gerði mér kleyft að skila skömminni og sjálfsásökunum sem ég hef borið með mér að ósekju. Þetta var að tæra mig að innan og var að eyðileggja líf mitt,“ sagði Þórdís Elva.How can a victim of sexual assault obtain some level of forgiveness or closure? @thordiselva thinks you can find peace #QandA pic.twitter.com/iWquP3JgXL— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017 Lögfræðingurinn Josephine Cashman var einnig gestur þáttarins og varaði hún Ástrala við að fara sömu leið og Þórdís Elva. Sagði hún að hún myndi ekki virka fyrir hið „venjulega fórnarlamb“. Að hennar mati væri best að fara leið dómstóla í þessum málum. Sagði Cashman að í of mörgum tilfellum hefðu þolendur fyrirgefið gerendum í heimilisofbeldismálum, oft með með hrikalegum afleiðingum. Þá gagrýndi hún að Stranger skyldi græða á sölu bókarinnar. Þórdís Elva svaraði því til að fjöldi nauðgunarmála kæmust ekki í gegnum dómskerfið og í mörgum tilfellum væri dómarnir of vægir. Þá sagði hún að hún sjálf fengi meirihluta þeirra tekna sem verði til vegna bókarinnar og að Stranger sé að íhuga að gefa sinn hluta til góðgerðarmálaLesa má umfjöllun Guardian hér.Our court system has evolved & it's not going to work to have rapists contacting victims, says @Josieamycashman @thordiselva replies #QandA pic.twitter.com/d1JA9e5W3w— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017 Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. Þórdís sagði að fyrirgefning sín á gjörðum Stranger hefði ekki verið fyrir hann. Skömmin hafi verið að eyðileggja líf sitt og mikilvægt hafi verið að skila henni aftur á sinn stað.Fjallað er ítarlega um þáttinn á vef Guardian en Þórdís og Stranger héldu erindi á All About Women hátíðinni í Sidney um liðna helgi. Bók Þórdísar og Stranger, Handan fyrirgefningar, hefur vakið heimsathygli, sem og TED-fyrirlestur þeirra, þar sem efni bókarinnar var rætt.Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Úr varð bókin Handan fyrirgefningar. „Ég vil hafa það á hreinu, fyrirgefningin var aldrei fyrir hann. Fólk telur að maður sé að gefa gerandanum eitthvað þegar maður fyrirgefur. Ég sé þetta allt öðruvísi. Fyrir mér var fyrirgefningin eitthvað sem gerði mér kleyft að skila skömminni og sjálfsásökunum sem ég hef borið með mér að ósekju. Þetta var að tæra mig að innan og var að eyðileggja líf mitt,“ sagði Þórdís Elva.How can a victim of sexual assault obtain some level of forgiveness or closure? @thordiselva thinks you can find peace #QandA pic.twitter.com/iWquP3JgXL— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017 Lögfræðingurinn Josephine Cashman var einnig gestur þáttarins og varaði hún Ástrala við að fara sömu leið og Þórdís Elva. Sagði hún að hún myndi ekki virka fyrir hið „venjulega fórnarlamb“. Að hennar mati væri best að fara leið dómstóla í þessum málum. Sagði Cashman að í of mörgum tilfellum hefðu þolendur fyrirgefið gerendum í heimilisofbeldismálum, oft með með hrikalegum afleiðingum. Þá gagrýndi hún að Stranger skyldi græða á sölu bókarinnar. Þórdís Elva svaraði því til að fjöldi nauðgunarmála kæmust ekki í gegnum dómskerfið og í mörgum tilfellum væri dómarnir of vægir. Þá sagði hún að hún sjálf fengi meirihluta þeirra tekna sem verði til vegna bókarinnar og að Stranger sé að íhuga að gefa sinn hluta til góðgerðarmálaLesa má umfjöllun Guardian hér.Our court system has evolved & it's not going to work to have rapists contacting victims, says @Josieamycashman @thordiselva replies #QandA pic.twitter.com/d1JA9e5W3w— ABC Q&A (@QandA) March 6, 2017
Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00
Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09