Engin „missed calls“ frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar vegna sjómannaverkfallsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 15:39 Unnur Brá Konráðsdóttir segist ekki hafa verið með ósvöruð símtöl frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. vísir/ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra óskaði ekki eftir því við forseta Alþingis að þing yrði kallað saman vegna fyrirhugaðrar lagasetningar á verkfall sjómanna um helgina. Þetta kom fram í svari Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. „Ráðherra hafði ekki samband við forseta þingsins. Forseti þingsins hefur auk þess engin missed calls á síma sínum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Unnur Brá og uppskar mikinn hlátur í þingsal.Frumvarpinu „veifað framan í deiluaðila“ Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa verið meðvitaða um að lagasetning væri yfirvofandi. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um hvort sjávarútvegsráðherra hafi farið þess á leit að þing yrði kallað saman. „Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan forseta, þar sem það hefur komið fram í fjölmiðlum að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra hafi verið með í bígerð lagasetningu á sjómenn og jafnvel að hafa haft samband við forseta um að kalla þingið saman um helgina, eða á mánudaginn sem var frí, og hvort slíkt hafi verið. Við erum meðvituð um það að slíkt frumvarp hafi verið til og hafi verið veifað framan í deiluaðila og því held ég að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvort að til hafi staðið að kalla þingið saman,“ sagði Sigurður Ingi. Líkt og fram hefur komið náðu samninganefndir sjómanna og útvegsmanna samkomulagi í kjaradeilu sinni, og samþykktu sjómenn kjarasamninginn um sólarhring síðar. Verkfall sjómanna hafði staðið yfir í tíu vikur og ljóst að lagasetning hafi verið handan við hornið. Verkfall sjómanna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra óskaði ekki eftir því við forseta Alþingis að þing yrði kallað saman vegna fyrirhugaðrar lagasetningar á verkfall sjómanna um helgina. Þetta kom fram í svari Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. „Ráðherra hafði ekki samband við forseta þingsins. Forseti þingsins hefur auk þess engin missed calls á síma sínum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Unnur Brá og uppskar mikinn hlátur í þingsal.Frumvarpinu „veifað framan í deiluaðila“ Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa verið meðvitaða um að lagasetning væri yfirvofandi. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um hvort sjávarútvegsráðherra hafi farið þess á leit að þing yrði kallað saman. „Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan forseta, þar sem það hefur komið fram í fjölmiðlum að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra hafi verið með í bígerð lagasetningu á sjómenn og jafnvel að hafa haft samband við forseta um að kalla þingið saman um helgina, eða á mánudaginn sem var frí, og hvort slíkt hafi verið. Við erum meðvituð um það að slíkt frumvarp hafi verið til og hafi verið veifað framan í deiluaðila og því held ég að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvort að til hafi staðið að kalla þingið saman,“ sagði Sigurður Ingi. Líkt og fram hefur komið náðu samninganefndir sjómanna og útvegsmanna samkomulagi í kjaradeilu sinni, og samþykktu sjómenn kjarasamninginn um sólarhring síðar. Verkfall sjómanna hafði staðið yfir í tíu vikur og ljóst að lagasetning hafi verið handan við hornið.
Verkfall sjómanna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira