Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 16:44 "Lengi lifi ananas-pizzan“ segir sá sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins í Bretlandi þessar pizzur. Twitter. Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017 Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20