Óskarsverðlaunin afhent í kvöld: La La Land spáð sigri nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 20:30 Hátíðin verður haldin í 89. sinn í kvöld. vísir/getty Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira