Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2017 20:24 Páll Magnússon og Egill Helgason Vísir/Anton/GVA Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“ Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“
Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08