Líf á villigötum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Viðkvæmir ættu að vinda sér í næstu málsgrein því í þessari er ég að aka eftir hraðbrautinni á leið til vinnu og stór hundur vappar inn í umferðina. Skiptir engum togum að bíllinn fyrir framan mig ekur utan í hann. Fyrir kraftaverk fer ég ekki yfir hann. Í baksýnisspeglinum sé ég að bílarnir, sem eftir koma, taka sveig frá hræinu. Í vinnunni gerist ekkert markvert fyrr en nemendur stökkva allt í einu úr sætum sínum og hrúga sér við gluggana. Það er farið að snjóa sem er óalgengt þarna við endamörk eyðimerkurinnar þar sem spagettívestrarnir voru teknir upp í gamla daga. Þar á maður frekar von á Clint Eastwood en Kára. Ég er svo markaður af hraðbrautinni að það er tilhneiging mín næst að segja krökkunum að hætta þessum bjánagangi og fara að beygja sig yfir enskubækurnar. En þá sé ég þessa fölskvalausu gleði skína úr augum þeirra. Á sama augabragði verður öll enska heimsins að algjöru aukaatriði. Þessi hýru augu, sem aldrei áður hafa snjó litið, segja mér að staldra við og hætta að vera hálfviti. Krakkarnir hafa tekið kennara sinn í kennslustund. Ég held að lífið sé, eins og krakkarnir, alltaf að segja okkur að hætta á flóttanum en staldra aðeins við. En það stoppar enginn þegar hann er eitt sinn kominn á hraðbrautina. Hann óttast að það fari fyrir honum eins og hundinum. Eflaust erum við haldin þeim misskilningi að við megum ekki við því að stoppa, höfum ekki efni á því. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum ekki efni á því að þjóta þar um. Eða þekkir þú kannski einhvern sem er svo ríkur að hann hefur efni á innihaldsrýru lífi?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Viðkvæmir ættu að vinda sér í næstu málsgrein því í þessari er ég að aka eftir hraðbrautinni á leið til vinnu og stór hundur vappar inn í umferðina. Skiptir engum togum að bíllinn fyrir framan mig ekur utan í hann. Fyrir kraftaverk fer ég ekki yfir hann. Í baksýnisspeglinum sé ég að bílarnir, sem eftir koma, taka sveig frá hræinu. Í vinnunni gerist ekkert markvert fyrr en nemendur stökkva allt í einu úr sætum sínum og hrúga sér við gluggana. Það er farið að snjóa sem er óalgengt þarna við endamörk eyðimerkurinnar þar sem spagettívestrarnir voru teknir upp í gamla daga. Þar á maður frekar von á Clint Eastwood en Kára. Ég er svo markaður af hraðbrautinni að það er tilhneiging mín næst að segja krökkunum að hætta þessum bjánagangi og fara að beygja sig yfir enskubækurnar. En þá sé ég þessa fölskvalausu gleði skína úr augum þeirra. Á sama augabragði verður öll enska heimsins að algjöru aukaatriði. Þessi hýru augu, sem aldrei áður hafa snjó litið, segja mér að staldra við og hætta að vera hálfviti. Krakkarnir hafa tekið kennara sinn í kennslustund. Ég held að lífið sé, eins og krakkarnir, alltaf að segja okkur að hætta á flóttanum en staldra aðeins við. En það stoppar enginn þegar hann er eitt sinn kominn á hraðbrautina. Hann óttast að það fari fyrir honum eins og hundinum. Eflaust erum við haldin þeim misskilningi að við megum ekki við því að stoppa, höfum ekki efni á því. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum ekki efni á því að þjóta þar um. Eða þekkir þú kannski einhvern sem er svo ríkur að hann hefur efni á innihaldsrýru lífi?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun