Guðni Th: Íslendingar ekki jafn hrokafullir og áður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2017 12:07 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, tók á móti hópi Sýrlendinga í gær. vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar hafi lært af reynslunni í kringum bankahrunið 2008 og séu ekki jafn hrokafullir og áður. „Við höfum lært að sýna af okkur varkárni og við erum ekki jafn hrokafull,“ segir Guðni Th. í ítarlegu viðtali við norska blaðið Aftenbladet aðspurður hvaða lærdóma Íslendingar hafi dregið af hruninu. „Við vorum að missa jarðtengingu árið 2008. Þá var ríkjandi tilhneiging til þess að líta á að Íslendingar væru á einhvern hátt betur til þess fallnir til þess að ná árangri í alþjóðaviðskiptum en aðrir. Það voru skrifaðar fræðigreinar um af hverju við værum betri og snjallari viðskiptamenn, ekki hvort, heldur af hverju,“ segir Guðni.Var viss um að Íslendingar myndu velja sér kvenforseta Forsetinn fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars aðdraganda þess að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands á síðasta ári. Hann segir að þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram hafi hann beðið þá sem hvöttu sig í framboð að hringja eftir tólf til sextán ár.„Ég var viss um að Íslendingar myndu velja kvenforseta,“ segir Guðni. „Íslensk stjórnvöld voru í tilvistarkreppu og landsmenn kröfðust breytinga og nýrra gilda eftir hrunið,“ segir Guðni. Allt breyttist þó þegar Panama-skjölin voru gerð opinber og ljóstrað var upp um eignarhald ráðamanna á félögum á aflandssvæðum. Mótmæli brutust út og Guðni var kallaður til af fjölmiðlum til þess að útskýra stöðu mála. „Ég var á leið heim eftir kennslu og sá að ég var með tíu ósvöruð símtöl, allt frá fjölmiðlum. Næstu tvö daga var ég nánast samfleytt í sjónvarpinu til þess að reyna að skýra hvað væri í gangi,“ segir Guðni.Hagvöxtur ekki mælikvarði á ríkidæmi samfélagsinsBlaðamaður Aftenbladed spyr Guðna einnig hvert sé álit hans á stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur látið til sín taka á fyrstu dögum sínum sem forseti með umdeildum tilskipunum. Guðni fer varlega í að svara og segir að það sé hlutverk utanríkisráðherra.Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðar í tilefni heimsóknar hans og konu sinnar Elizu Reid til Danmerkur fyrr í mánuðinum.vísir/epa„Ég fylgist þó auðvitað með hvað gerist í heiminum. Ég kaupi þó ekki hugmyndina um hliðstæðar staðreyndir (alternative facts). Ég fæ það bara ekki að ganga upp sem fræðimaður eða miðað við það uppeldi sem ég fékk. Ég hef áhyggjur af því stjórnmál sem kljúfa leiði til þess að heimurinn verði klofinn,“ segir Guðni. Guðni er einnig spurður hvort að rétt sé að fámennur hópur auðmanna stýri samfélaginu líkt og sumir Íslendingar kvarti yfir. Að mati Guðna er það ekki svo. „Ég myndi fara mjög varlega í að staðhæfa að fámennur hópur auðmanna stjórni Íslandi. Það er alls ekki mín upplifun. Að mínu mati er það þó ekki hagvöxtur sem er mælikvarði á hversu ríkt samfélagið er. Það er miklu frekar hvernig við komum fram við eldri borgara, börn og þá sem minna mega sín.“Lesa má allt viðtalið við Guðna hér en athygli er vakin á því að greiða þarf fyrir aðgang. Donald Trump Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar hafi lært af reynslunni í kringum bankahrunið 2008 og séu ekki jafn hrokafullir og áður. „Við höfum lært að sýna af okkur varkárni og við erum ekki jafn hrokafull,“ segir Guðni Th. í ítarlegu viðtali við norska blaðið Aftenbladet aðspurður hvaða lærdóma Íslendingar hafi dregið af hruninu. „Við vorum að missa jarðtengingu árið 2008. Þá var ríkjandi tilhneiging til þess að líta á að Íslendingar væru á einhvern hátt betur til þess fallnir til þess að ná árangri í alþjóðaviðskiptum en aðrir. Það voru skrifaðar fræðigreinar um af hverju við værum betri og snjallari viðskiptamenn, ekki hvort, heldur af hverju,“ segir Guðni.Var viss um að Íslendingar myndu velja sér kvenforseta Forsetinn fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars aðdraganda þess að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands á síðasta ári. Hann segir að þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram hafi hann beðið þá sem hvöttu sig í framboð að hringja eftir tólf til sextán ár.„Ég var viss um að Íslendingar myndu velja kvenforseta,“ segir Guðni. „Íslensk stjórnvöld voru í tilvistarkreppu og landsmenn kröfðust breytinga og nýrra gilda eftir hrunið,“ segir Guðni. Allt breyttist þó þegar Panama-skjölin voru gerð opinber og ljóstrað var upp um eignarhald ráðamanna á félögum á aflandssvæðum. Mótmæli brutust út og Guðni var kallaður til af fjölmiðlum til þess að útskýra stöðu mála. „Ég var á leið heim eftir kennslu og sá að ég var með tíu ósvöruð símtöl, allt frá fjölmiðlum. Næstu tvö daga var ég nánast samfleytt í sjónvarpinu til þess að reyna að skýra hvað væri í gangi,“ segir Guðni.Hagvöxtur ekki mælikvarði á ríkidæmi samfélagsinsBlaðamaður Aftenbladed spyr Guðna einnig hvert sé álit hans á stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur látið til sín taka á fyrstu dögum sínum sem forseti með umdeildum tilskipunum. Guðni fer varlega í að svara og segir að það sé hlutverk utanríkisráðherra.Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðar í tilefni heimsóknar hans og konu sinnar Elizu Reid til Danmerkur fyrr í mánuðinum.vísir/epa„Ég fylgist þó auðvitað með hvað gerist í heiminum. Ég kaupi þó ekki hugmyndina um hliðstæðar staðreyndir (alternative facts). Ég fæ það bara ekki að ganga upp sem fræðimaður eða miðað við það uppeldi sem ég fékk. Ég hef áhyggjur af því stjórnmál sem kljúfa leiði til þess að heimurinn verði klofinn,“ segir Guðni. Guðni er einnig spurður hvort að rétt sé að fámennur hópur auðmanna stýri samfélaginu líkt og sumir Íslendingar kvarti yfir. Að mati Guðna er það ekki svo. „Ég myndi fara mjög varlega í að staðhæfa að fámennur hópur auðmanna stjórni Íslandi. Það er alls ekki mín upplifun. Að mínu mati er það þó ekki hagvöxtur sem er mælikvarði á hversu ríkt samfélagið er. Það er miklu frekar hvernig við komum fram við eldri borgara, börn og þá sem minna mega sín.“Lesa má allt viðtalið við Guðna hér en athygli er vakin á því að greiða þarf fyrir aðgang.
Donald Trump Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18
Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00