Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni Ásgeir Erlendsson skrifar 21. janúar 2017 22:09 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Verkfall sjómanna Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Verkfall sjómanna Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira