Tillerson segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 13:35 Kínverjar héldu nýverið umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00
Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38