Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira