Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 00:33 Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur óskað eftir aðstoð sporhunda björgunarsveitanna við leitina að Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar stúlku, sem saknað hefur verið frá því klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ekki hefur þó verið boðaður út leitarhópur enda ekki nægar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði að sögn lögreglu.Birna Brjánsdóttir.Hafa skoðað eftirlitsmyndavélar Lögregla lýsti eftir Birnu í gær en enn hefur ekkert spurst til hennar. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem hingað til hafa ekki verið margar. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu fyrr í kvöld. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan.Bíllinn fannst í miðbænum Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann. Verið er að skoða ábendingar héðan og þaðan af landinu en lögregla er þó enn engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lögregla hefur óskað eftir aðstoð sporhunda björgunarsveitanna við leitina að Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar stúlku, sem saknað hefur verið frá því klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ekki hefur þó verið boðaður út leitarhópur enda ekki nægar vísbendingar fyrir hendi til þess að afmarka sérstakt leitarsvæði að sögn lögreglu.Birna Brjánsdóttir.Hafa skoðað eftirlitsmyndavélar Lögregla lýsti eftir Birnu í gær en enn hefur ekkert spurst til hennar. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem hingað til hafa ekki verið margar. „Við rannsóknina, sem hefur staðið yfir sleitulaust í allan dag, hefur lögregla m.a. skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu fyrr í kvöld. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir að sími Birnu hefði verið í grennd við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði þegar hann varð rafmagnslaus, væri ekki hægt að draga þá ályktun að hún væri skammt undan.Bíllinn fannst í miðbænum Jóhann staðfesti jafnframt að bifreið, sem Birna hefði ekið niður í bæ á föstudagskvöld, hefði fundist í miðbæ Reykjavíkur. „Hún fór á bíl niður í bæ og skildi hann þar eftir,“ sagði Jóhann. Verið er að skoða ábendingar héðan og þaðan af landinu en lögregla er þó enn engu nær. „Við erum bara að skoða þær ábendingar sem við fáum og erum engu nær ennþá,“ sagði Jóhann Karl í samtali við fréttastofu um hálf tólf í kvöld. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 - 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00