Forystusauðir funda á Davos-ráðstefnunni gUÐSTEINN BJARNASON skrifar 17. janúar 2017 07:00 Mikil öryggisgæsla er að venju í svissneska fjallaþorpinu Davos þegar helstu valdamenn heims safnast þar saman. Þarna eru lögreglumenn á þaki ráðstefnuhallarinnar að fara yfir öryggisatriði. vísir/epa Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17