Fjórir í haldi eftir að hafa sýnt beint frá árás á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2017 12:42 Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago. Vísir/AFP Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira