Hannes: Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 13:30 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta þurftu að sitja á mörgum liðsfundum á meðan þjálfararnir Lars og Heimir fóru yfir málin í Evrópukeppninni. „Til að byrja með þá voru nokkrir á dag en þá var verið að hamra inn áherslunum. Við erum búnir að sjá þetta allt nokkuð oft núna,“ segir Hannes Þór Halldórsson í viðtali sem var tekið við gerð heimildarmyndarinnar Jökullinn logar. „Þjálfararnir trúa mjög á endurtekningar og að halda áfram að hamra á hlutunum. Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim,“ segir Hannes.Strákarnir okkar segja frá öllum fundum íslenska landsliðsins í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. „Miðað við hvað ég fer á marga langa og leiðinlega fundi út í Rússlandi þá er þetta algjör draumur,“ segir Ragnar Sigurðsson. „Það finnst örugglega öllum leikmönnum leiðinlegt á þessum fundum en þetta hefur borgað sig. Það er engin spurning um það,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst þetta reyndar ekkert leiðinlegt. Ef ég hugsa nokkur ár aftur í tímann og hvað ég hefði gefið mikið fyrir að fá að vera í innsta hring í landsliðinu og fá að sitja á öllum fundum og sjá hvað er verið að tala um. Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi til að fá að upplifa þá,“ sagði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Sölvi spyr líka Eið Smára Guðjohnsen hreint út í valið á byrjunarliðinu fyrir leik á móti Tékkum en í leiknum á undan hafði Eiður Smári skoraði á móti Kasakstan. Á undan er sýnt myndbrot frá því þegar byrjunarliðið er tilkynnt þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í framlínunni en ekki Eiður Smári. „Ef ég hefði verið þjálfarinn þá hefði ég ekki gert þetta svona,“ svaraði Eiður Smári hlæjandi.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta þurftu að sitja á mörgum liðsfundum á meðan þjálfararnir Lars og Heimir fóru yfir málin í Evrópukeppninni. „Til að byrja með þá voru nokkrir á dag en þá var verið að hamra inn áherslunum. Við erum búnir að sjá þetta allt nokkuð oft núna,“ segir Hannes Þór Halldórsson í viðtali sem var tekið við gerð heimildarmyndarinnar Jökullinn logar. „Þjálfararnir trúa mjög á endurtekningar og að halda áfram að hamra á hlutunum. Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim,“ segir Hannes.Strákarnir okkar segja frá öllum fundum íslenska landsliðsins í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. „Miðað við hvað ég fer á marga langa og leiðinlega fundi út í Rússlandi þá er þetta algjör draumur,“ segir Ragnar Sigurðsson. „Það finnst örugglega öllum leikmönnum leiðinlegt á þessum fundum en þetta hefur borgað sig. Það er engin spurning um það,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst þetta reyndar ekkert leiðinlegt. Ef ég hugsa nokkur ár aftur í tímann og hvað ég hefði gefið mikið fyrir að fá að vera í innsta hring í landsliðinu og fá að sitja á öllum fundum og sjá hvað er verið að tala um. Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi til að fá að upplifa þá,“ sagði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Sölvi spyr líka Eið Smára Guðjohnsen hreint út í valið á byrjunarliðinu fyrir leik á móti Tékkum en í leiknum á undan hafði Eiður Smári skoraði á móti Kasakstan. Á undan er sýnt myndbrot frá því þegar byrjunarliðið er tilkynnt þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í framlínunni en ekki Eiður Smári. „Ef ég hefði verið þjálfarinn þá hefði ég ekki gert þetta svona,“ svaraði Eiður Smári hlæjandi.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira