Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafnar því mati Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, honum í hag. Þetta kom fram í viðtali hans við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær. Þá sagði hann einnig að Demókratar væru að reyna að gera sem mest úr málinu vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir stórt tap í kosningunum. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtalinu. CIA tilkynnti fjölmiðlum um mat sitt á föstudaginn en rússnesk yfirvöld hafa endurtekið hafnað ásökunum Bandaríkjamanna. Trump viðurkenndi að það væri mögulegt að Rússar hafi staðið að baki tölvuárásum en bætti þó við: „Þeir hafa ekki hugmynd um hvort þetta séu Rússar, Kínverjar eða einhver sem situr á rúminu heima hjá sér.“ Þá tjáði Trump sig einnig um olíujöfurinn Rex Tillerson, sem talið er að verði utanríkisráðherra hans. „Hann er leikmaður í heimsklassa,“ sagði Trump um Tillerson, hinn 64 ára forstjóra ExxonMobil. Enn fremur tjáði hann sig um þá umdeildu ákvörðun að taka við símtali frá Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Bandaríkin hafa til þessa fylgt stefnu um eitt og sameinað Kína en Taívan, sem opinberlega heitir Lýðveldið Kína, lítur á sig sem sjálfstætt ríki. Sagði Trump að hann myndi ekki fylgja sömu stefnu og forverar sínir nema Kínverjar samþykktu breytingar á viðskiptum milli ríkjanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira