Orð og efndir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. desember 2016 07:00 Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun