Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 16:46 Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04