Lífið er það sem gerist Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ég legg bíl mínum skammt frá markaði einum í grámygluðu hádegi og geri mig kláran fyrir innkaupin. Þá sé ég hvar gömul kona er að burðast með grænmeti og þótti mér hún hafa færst helst til mikið í fang svo af bílddælskri herramennsku býðst ég til að bera fyrir hana nokkra poka. Á leiðinni heim til hennar kemur það upp úr dúrnum að hún er bandarískur rithöfundur. Langaði mig að heyra af ferli hennar og þar sem þungbúið var ákváðum við að fara inn á veitingastað einn gegnt heimili hennar. Þar fengum við okkur rétt sem hljómar heldur ólystilega í íslenskum eyrum en þetta var hinn svokallaði Mígas-réttur, sem er hreint ekkert hland heldur steiktir brauðafgangar með spænskum pylsum og papríkum. Yfir þessu góðgæti sagði hún mér að hún hefði verið stjörnukokkur og meðal annars verið í þjónustuliði Ellu Fitzgerald. Ekki nóg með að hafa kokkað fyrir söngkonuna heldur sagði hún mér að Ella hefði dáið í fangi hennar. Sjálf hefur hún reynslu af því að deyja en á óútskýranlegan hátt komst hún aftur til lífs. Þessi merka kona skrifar bækur fyrir börn og bera þær með sér lærdóm um hvernig beri að næra sig vel og jafnvel hvernig megi rækta grænmeti á þessum válegu tímum þar sem nær ómögulegt er að vita hvað maður setur ofan í sig. Allt í einu mundi ég að ég átti eftir að kaupa inn svo ég kveð og hleyp eins og fætur toga á markaðstorgið. Þar höfðu sölumenn hins vegar hörfað undan mikilli rigningu. Ég stóð því í rigningunni og hugsaði sem svo að stundum leggur maður af stað með sínar ofur hversdagslegu áætlanir þegar örlagadísirnar segja: „nei, heyrðu, ég er með betri hugmynd.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Ég legg bíl mínum skammt frá markaði einum í grámygluðu hádegi og geri mig kláran fyrir innkaupin. Þá sé ég hvar gömul kona er að burðast með grænmeti og þótti mér hún hafa færst helst til mikið í fang svo af bílddælskri herramennsku býðst ég til að bera fyrir hana nokkra poka. Á leiðinni heim til hennar kemur það upp úr dúrnum að hún er bandarískur rithöfundur. Langaði mig að heyra af ferli hennar og þar sem þungbúið var ákváðum við að fara inn á veitingastað einn gegnt heimili hennar. Þar fengum við okkur rétt sem hljómar heldur ólystilega í íslenskum eyrum en þetta var hinn svokallaði Mígas-réttur, sem er hreint ekkert hland heldur steiktir brauðafgangar með spænskum pylsum og papríkum. Yfir þessu góðgæti sagði hún mér að hún hefði verið stjörnukokkur og meðal annars verið í þjónustuliði Ellu Fitzgerald. Ekki nóg með að hafa kokkað fyrir söngkonuna heldur sagði hún mér að Ella hefði dáið í fangi hennar. Sjálf hefur hún reynslu af því að deyja en á óútskýranlegan hátt komst hún aftur til lífs. Þessi merka kona skrifar bækur fyrir börn og bera þær með sér lærdóm um hvernig beri að næra sig vel og jafnvel hvernig megi rækta grænmeti á þessum válegu tímum þar sem nær ómögulegt er að vita hvað maður setur ofan í sig. Allt í einu mundi ég að ég átti eftir að kaupa inn svo ég kveð og hleyp eins og fætur toga á markaðstorgið. Þar höfðu sölumenn hins vegar hörfað undan mikilli rigningu. Ég stóð því í rigningunni og hugsaði sem svo að stundum leggur maður af stað með sínar ofur hversdagslegu áætlanir þegar örlagadísirnar segja: „nei, heyrðu, ég er með betri hugmynd.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun