„Algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2016 12:04 Óhætt er að segja að stuðningsmenn núverandi stjórnarflokka séu órólegir á hliðarlínunni, svo vægt sé til orða tekið. Stuðningsmenn ríkjandi stjórnarflokka eiga erfitt þessa dagana, nú meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er með stjórnarmyndunarumboðið og ræðir við Pírata, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkingu um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Á meðan engjast flokksbundnir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á hliðarlínunni. Þeir sem tilheyra þessum hópum finna viðræðunum og hugmyndinni sem slíkri allt til foráttu og tjá vanlíðan sína á Facebook – ýmist með fordæmingum eða háðsyrðum. Sérstaklega leggst það illa í margan Sjálfstæðismanninn og þá ekki síður Framsóknarfólk, að Samfylkingin sé hugsanlega á leið í ríkisstjórn. Og þá eru Píratar í skotlínunni. Vísir fletti Facebook, kíkti lítillega inná Twitter, og tók til dæmi sem mega heita í hófstilltari kantinum.Hentistefna Pírata Einn þeirra er Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem birti nú fyrir stundu Facebook-færslu þar sem hann gefur ekki mikið fyrir stöðu mála: „Þegar Píratar standa ekki við gefin loforð er það kallað að „slaka á kröfum“ í fjölmiðlum. Þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eiga í hlut er orðalagið hressilegra og talað um svik á kosningaloforðum. Svona er íslensk tunga fjölskrúðug og skemmtileg.“ Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi alþingismanni, finnst reyndar þessar viðræður fáránlegar, ekki síst aðkoma Samfylkingarinnar að þeim og spyr: „- er það bara ég - eða finnst engum skrýtið að flokkurinn sem landsmenn höfnuðu í s.l. kosningum - og munaði 46 atkvæðum að flokkurinn þurrkaðist út af þingi - er að taka þátt í ríkisstjórnarmyndun?“Fimm flokka stjórn alveg ómöguleg Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekkert fyrir þessar viðræður og er duglegur að lýsa því yfir á sinni Facebooksíðu. Eins og svo margir aðrir vill hann gjalda varhug við ríkisstjórn sem svo margir flokkar eiga aðild að: „Eftirlifandi ráðherrar í 5 flokka ríkisstjórninni frá 1989-91 hafa náð að telja einhverjum trú um, helst þeim sem ekki voru komnir til vits og ára þá, að þetta hafi verið góð ríkisstjórn. Hún hafi komið á þjóðarsáttinni sem náði stjórn á verðbólgunni. Heiðurinn af þjóðarsáttinni eiga fyrst og fremst verkalýðsforystan undir stjórn Ásmundar Stefánssonar, ásamt "bjargvættinum", Einari Oddi Kristjánssyni. Aðkoma ríkisstjónarinnar að þessari þjóðarsátt var að setja lög á BHM. Þessi 5 flokka ríkisstjórn var einkum fræg fyrir alls konar millifærslur með almannafé og sjóðasukk. Hrósa verður henni þó fyrir að hafa komið á frjálsu framsali veiðiheimilda í lok starfstímans.“Guð blessi Ísland Davíð Þorláksson er fyrrverandi formaður SUS og hann vill meina að ekki sé nú mikið að marka Pírata. „Ófrávíkjanlegt er teygjanlegt hugtak.“ Davíð er þar væntanlega að vísa í hina ófrávíkjanlegu kröfu Pírata, eins og hún var lögð upp í aðdraganda kosninga, að Píratar vildu ekki að alþingismenn væru jafnframt ráðherrar. Þá má segja að óbeint sé Davíð einnig að vísa til fleygra ummæla Vigdísar Hauksdóttur sem sagði að strax væri teygjanlegt hugtak. Ari Ewald, forstjóri MS, sem starfað hefur innan Sjálfstæðisflokksins lengi og var meðal annars í kosningaráði Davíðs Oddssonar þegar hann gaf kost á sér í kjöri til forseta Íslands, tengir við grein þar sem getur að líta hópinn sem nú ræðir saman um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf og segir: „Já oft var þörf en nú er nauðsyn: GUÐ BLESSI ÍSLAND !!“ Ljóst má vera að hvorki honum né öðrum Sjálfstæðismönnum líst á blikuna.Pólitísk lesblinda á ólæknandi stigi Og, talandi um Davíð, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarmanna, tengir við frétt Eyjunnar þar sem efni Reykjavíkurbréfs er tíundað. Í bréfinu greinarhöfundur beinir spjótum sínum að Samfylkingu að hætti hússins: „Samfylkingin er í rúst. En það er ekki eingöngu vegna þess að hún hafði ekki neitt annað fram að færa en að ganga í ESB og hélt þeim söng áfram þótt öll álfan sjálf hefði farið út af laginu. Flokkur sem sýnir að hann tekur ekki sönsum hefur fátt að bjóða. ESB logaði, og mynt þess er höfð að háði og spotti. Það þarf pólitíska lesblindu á ólæknandi stigi til að láta áfram eins og ekkert sé. Aldrei hefði gamla Alþýðuflokknum dottið í hug að auglýsa ball í Glaumbæ kvöldið eftir að staðurinn brann,“ segir þar ennfremur.“ Guðfinnu sýnist höfundurinn hafa lög að mæla og segir: „Það er auðvitað algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn.“Björn Ingi bindur þetta saman Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður bindur þetta svo saman á sinni Facebooksíðu: „Þetta er orðið svolítið kómískt. Allt síðasta kjörtímabil var ráðist á forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að standa ekki við fyrirheit um þjóðaratkvæði um viðræður við ESB. Brigslað var um svik og stór orð látin falla. En Píratar bakka með hvert ófrávíkjanlega stefnumálið á fætur öðru og enn er ekki einu sinni búið að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Stuðningsmenn ríkjandi stjórnarflokka eiga erfitt þessa dagana, nú meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er með stjórnarmyndunarumboðið og ræðir við Pírata, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkingu um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Á meðan engjast flokksbundnir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á hliðarlínunni. Þeir sem tilheyra þessum hópum finna viðræðunum og hugmyndinni sem slíkri allt til foráttu og tjá vanlíðan sína á Facebook – ýmist með fordæmingum eða háðsyrðum. Sérstaklega leggst það illa í margan Sjálfstæðismanninn og þá ekki síður Framsóknarfólk, að Samfylkingin sé hugsanlega á leið í ríkisstjórn. Og þá eru Píratar í skotlínunni. Vísir fletti Facebook, kíkti lítillega inná Twitter, og tók til dæmi sem mega heita í hófstilltari kantinum.Hentistefna Pírata Einn þeirra er Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem birti nú fyrir stundu Facebook-færslu þar sem hann gefur ekki mikið fyrir stöðu mála: „Þegar Píratar standa ekki við gefin loforð er það kallað að „slaka á kröfum“ í fjölmiðlum. Þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eiga í hlut er orðalagið hressilegra og talað um svik á kosningaloforðum. Svona er íslensk tunga fjölskrúðug og skemmtileg.“ Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi alþingismanni, finnst reyndar þessar viðræður fáránlegar, ekki síst aðkoma Samfylkingarinnar að þeim og spyr: „- er það bara ég - eða finnst engum skrýtið að flokkurinn sem landsmenn höfnuðu í s.l. kosningum - og munaði 46 atkvæðum að flokkurinn þurrkaðist út af þingi - er að taka þátt í ríkisstjórnarmyndun?“Fimm flokka stjórn alveg ómöguleg Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekkert fyrir þessar viðræður og er duglegur að lýsa því yfir á sinni Facebooksíðu. Eins og svo margir aðrir vill hann gjalda varhug við ríkisstjórn sem svo margir flokkar eiga aðild að: „Eftirlifandi ráðherrar í 5 flokka ríkisstjórninni frá 1989-91 hafa náð að telja einhverjum trú um, helst þeim sem ekki voru komnir til vits og ára þá, að þetta hafi verið góð ríkisstjórn. Hún hafi komið á þjóðarsáttinni sem náði stjórn á verðbólgunni. Heiðurinn af þjóðarsáttinni eiga fyrst og fremst verkalýðsforystan undir stjórn Ásmundar Stefánssonar, ásamt "bjargvættinum", Einari Oddi Kristjánssyni. Aðkoma ríkisstjónarinnar að þessari þjóðarsátt var að setja lög á BHM. Þessi 5 flokka ríkisstjórn var einkum fræg fyrir alls konar millifærslur með almannafé og sjóðasukk. Hrósa verður henni þó fyrir að hafa komið á frjálsu framsali veiðiheimilda í lok starfstímans.“Guð blessi Ísland Davíð Þorláksson er fyrrverandi formaður SUS og hann vill meina að ekki sé nú mikið að marka Pírata. „Ófrávíkjanlegt er teygjanlegt hugtak.“ Davíð er þar væntanlega að vísa í hina ófrávíkjanlegu kröfu Pírata, eins og hún var lögð upp í aðdraganda kosninga, að Píratar vildu ekki að alþingismenn væru jafnframt ráðherrar. Þá má segja að óbeint sé Davíð einnig að vísa til fleygra ummæla Vigdísar Hauksdóttur sem sagði að strax væri teygjanlegt hugtak. Ari Ewald, forstjóri MS, sem starfað hefur innan Sjálfstæðisflokksins lengi og var meðal annars í kosningaráði Davíðs Oddssonar þegar hann gaf kost á sér í kjöri til forseta Íslands, tengir við grein þar sem getur að líta hópinn sem nú ræðir saman um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf og segir: „Já oft var þörf en nú er nauðsyn: GUÐ BLESSI ÍSLAND !!“ Ljóst má vera að hvorki honum né öðrum Sjálfstæðismönnum líst á blikuna.Pólitísk lesblinda á ólæknandi stigi Og, talandi um Davíð, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarmanna, tengir við frétt Eyjunnar þar sem efni Reykjavíkurbréfs er tíundað. Í bréfinu greinarhöfundur beinir spjótum sínum að Samfylkingu að hætti hússins: „Samfylkingin er í rúst. En það er ekki eingöngu vegna þess að hún hafði ekki neitt annað fram að færa en að ganga í ESB og hélt þeim söng áfram þótt öll álfan sjálf hefði farið út af laginu. Flokkur sem sýnir að hann tekur ekki sönsum hefur fátt að bjóða. ESB logaði, og mynt þess er höfð að háði og spotti. Það þarf pólitíska lesblindu á ólæknandi stigi til að láta áfram eins og ekkert sé. Aldrei hefði gamla Alþýðuflokknum dottið í hug að auglýsa ball í Glaumbæ kvöldið eftir að staðurinn brann,“ segir þar ennfremur.“ Guðfinnu sýnist höfundurinn hafa lög að mæla og segir: „Það er auðvitað algjör dónaskapur við þjóðina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn.“Björn Ingi bindur þetta saman Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður bindur þetta svo saman á sinni Facebooksíðu: „Þetta er orðið svolítið kómískt. Allt síðasta kjörtímabil var ráðist á forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að standa ekki við fyrirheit um þjóðaratkvæði um viðræður við ESB. Brigslað var um svik og stór orð látin falla. En Píratar bakka með hvert ófrávíkjanlega stefnumálið á fætur öðru og enn er ekki einu sinni búið að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01