Líkur á samstarfi aukast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:43 Bjarni Ben, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson skunda í átt að viðræðum Vísir/Vilhelm/Anton Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00
Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41