Nýr snjallsími frá Microsoft öflugri en aðrir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Satya Nadella, forstjóri Microsoft, kynnir vörur fyrirtækisins. Nordicphotos/AFP Surface Phone, snjallsími Microsoft sem búist er við að verði settur í sölu í febrúar á næsta ári, er sagður mun öflugri en vinsælustu snjallsímar samkeppnisaðilanna Apple, Google og álíka öflugur og væntanlegur snjallsími Samsung, Galaxy S8. Þetta kemur fram í upplýsingum sem lekið var í tæknifréttasíðuna Techradar. Er þar greint frá því að síminn verði búinn Snapdragon 835 örgjörva. Sá er öflugri en Snapdragon 821 örgjörvi Google Pixel og Snapdragon 830 sem búist er við því að verði í Galaxy S8. Örgjörvinn í iPhone 7, Apple A10 Fusion, er álíka öflugur og Snapdragon 835. Snapdragon 835 er búinn Quick Charce 4.0 búnaði sem gerir eiganda símans kleift að hlaða hann hraðar en aðra síma. Heldur Qualcomm, framleiðandi örgjörvans, því fram að hægt verði að fá hleðslu sem endist í fimm klukkustundur á einungis fimm mínútum. Hins vegar mun Surface Phone, líkt og Galaxy S8, verða útbúinn sex gígabæta vinnsluminni á meðan iPhone 7 Plus er með þriggja gígabæta vinnsluminni og Pixel fjögurra. iTechpost heldur því fram að tvær útgáfur verði í boði af Surface Phone líkt og hinum símunum og verði ódýrari útgáfan útbúinn fjögurra gígabæta vinnsluminni. Öflugur örgjörvi og mikið vinnsluminni þýðir að Surface Phone verður einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum. Þó er ekki vitað hvort síminn verði með Android stýrikerfi eða snjallsímaútgáfu af Windows 10. Ef hið síðarnefnda reynist rétt gæti orðið erfitt að fá forritara til að gefa út snjallforrit fyrir símann enda markaðurinn minni en fyrir iOS stýrikerfi iPhone og Android sem nærri allir aðrir snjallsímar nota. Þá er hinn nýi Surface Phone sagður verða með 5,5 tommu snertiskjá, jafnstór og Google Pixel XL og iPhone 7 Plus. Í viðtali við Australian Financial Review sagði Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að Surface Phone yrði hinn fullkomni snjallsími. „Við erum hætt að herma eftir öðrum og byrjuð að einbeita okkur að því sem neytendur vilja,“ sagði Nadella. Tíminn mun leiða í ljós hvort nýjum Surface Phone verði vel tekið en ljóst er að Microsoft eru að standa sig vel þar sem nýkynntar tölvur þeirra, fartölvan Surface Book, og borðtölvan Surface Studio, hafa hlotið mikið lof.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira
Surface Phone, snjallsími Microsoft sem búist er við að verði settur í sölu í febrúar á næsta ári, er sagður mun öflugri en vinsælustu snjallsímar samkeppnisaðilanna Apple, Google og álíka öflugur og væntanlegur snjallsími Samsung, Galaxy S8. Þetta kemur fram í upplýsingum sem lekið var í tæknifréttasíðuna Techradar. Er þar greint frá því að síminn verði búinn Snapdragon 835 örgjörva. Sá er öflugri en Snapdragon 821 örgjörvi Google Pixel og Snapdragon 830 sem búist er við því að verði í Galaxy S8. Örgjörvinn í iPhone 7, Apple A10 Fusion, er álíka öflugur og Snapdragon 835. Snapdragon 835 er búinn Quick Charce 4.0 búnaði sem gerir eiganda símans kleift að hlaða hann hraðar en aðra síma. Heldur Qualcomm, framleiðandi örgjörvans, því fram að hægt verði að fá hleðslu sem endist í fimm klukkustundur á einungis fimm mínútum. Hins vegar mun Surface Phone, líkt og Galaxy S8, verða útbúinn sex gígabæta vinnsluminni á meðan iPhone 7 Plus er með þriggja gígabæta vinnsluminni og Pixel fjögurra. iTechpost heldur því fram að tvær útgáfur verði í boði af Surface Phone líkt og hinum símunum og verði ódýrari útgáfan útbúinn fjögurra gígabæta vinnsluminni. Öflugur örgjörvi og mikið vinnsluminni þýðir að Surface Phone verður einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum. Þó er ekki vitað hvort síminn verði með Android stýrikerfi eða snjallsímaútgáfu af Windows 10. Ef hið síðarnefnda reynist rétt gæti orðið erfitt að fá forritara til að gefa út snjallforrit fyrir símann enda markaðurinn minni en fyrir iOS stýrikerfi iPhone og Android sem nærri allir aðrir snjallsímar nota. Þá er hinn nýi Surface Phone sagður verða með 5,5 tommu snertiskjá, jafnstór og Google Pixel XL og iPhone 7 Plus. Í viðtali við Australian Financial Review sagði Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að Surface Phone yrði hinn fullkomni snjallsími. „Við erum hætt að herma eftir öðrum og byrjuð að einbeita okkur að því sem neytendur vilja,“ sagði Nadella. Tíminn mun leiða í ljós hvort nýjum Surface Phone verði vel tekið en ljóst er að Microsoft eru að standa sig vel þar sem nýkynntar tölvur þeirra, fartölvan Surface Book, og borðtölvan Surface Studio, hafa hlotið mikið lof.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Sjá meira
Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00
Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45