Gervigreind hefur spáð úrslitum í síðustu þrennum kosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Gervigreindarforritið MogIA spáði rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna. Er það í þriðja skipti í röð sem MogIA hefur rétt fyrir sér en gervigreindin spáði einnig sigri Baracks Obama árin 2008 og 2016. Þá hefur spáin einnig reynst rétt hvað forval beggja flokka varðar. MogIA byggir spá sína á virkni á Google, YouTube, Twitter og fleiri vefsíðum til þess að mæla ákefð stuðningsmanna forsetaframbjóðenda og fjölda þeirra. „Á meðan flest forrit þurfa að líða fyrir skoðanir forritarans, á MogIA að læra af umhverfi sínu og þróa sínar eigin reglur,“ segir Sanjiv Rai, stofnandi indverska sprotafyrirtækisins Genic.ai sem þróaði MogIA, í samtali við CNBC. Á meðal þeirrar tölfræði sem gervigreindin tók mið af við spá sína var hversu margir brugðust við færslum Trumps á Twitter og Facebook. Bætti hann tölfræði Obama um 25 prósent á því sviði. Rai telur MogIA verða nákvæmari með hverjum kosningum þar sem virkni á samfélagsmiðlum eykst mikið milli ára. Þó segir hann að erfitt hafi verið fyrir gervigreindina að greina á milli jákvæðra og neikvæðra viðbragða við færslum frambjóðenda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Gervigreindarforritið MogIA spáði rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna. Er það í þriðja skipti í röð sem MogIA hefur rétt fyrir sér en gervigreindin spáði einnig sigri Baracks Obama árin 2008 og 2016. Þá hefur spáin einnig reynst rétt hvað forval beggja flokka varðar. MogIA byggir spá sína á virkni á Google, YouTube, Twitter og fleiri vefsíðum til þess að mæla ákefð stuðningsmanna forsetaframbjóðenda og fjölda þeirra. „Á meðan flest forrit þurfa að líða fyrir skoðanir forritarans, á MogIA að læra af umhverfi sínu og þróa sínar eigin reglur,“ segir Sanjiv Rai, stofnandi indverska sprotafyrirtækisins Genic.ai sem þróaði MogIA, í samtali við CNBC. Á meðal þeirrar tölfræði sem gervigreindin tók mið af við spá sína var hversu margir brugðust við færslum Trumps á Twitter og Facebook. Bætti hann tölfræði Obama um 25 prósent á því sviði. Rai telur MogIA verða nákvæmari með hverjum kosningum þar sem virkni á samfélagsmiðlum eykst mikið milli ára. Þó segir hann að erfitt hafi verið fyrir gervigreindina að greina á milli jákvæðra og neikvæðra viðbragða við færslum frambjóðenda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira