Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:45 Gary Martin gæti farið til Noregs, Belgíu eða í Hafnarfjörð. vísir/ernir Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Gary Martin, framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er með nokkur járn í eldinum en afar ólíklegt þykir að hann spili áfram í Fossvoginum. Hann er kominn heim til Íslands eftir vel heppnaða dvöl í Noregi þar sem hann var á láni hjá Lilleström. Gary skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir norska liðið og hjálpaði því að bjarga sér frá falli. Hann spilaði vel og naut verunnar í norsku úrvalsdeildinni. Hann viðurkennir að það gæti orðið erfitt að spila aftur í Pepsi-deildinni eftir að prófa aftur að spila í stærri deild. „Auðvitað. Það er þannig með alla leikmenn sem koma til baka. Mér fannst auðveldara að spila í Noregi eins fáránlega og það hljómar. Þar gat ég aðeins komið á óvart og varnarmennirnir þekktu mig ekki. Á Íslandi þekkja mig allir út og inn sem leikmann,“ sagði Gary í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. „Á þessum þremur mánuðum í Noregi áttaði ég mig samt á hversu mikið ég saknaði Íslands. Sama hvað gerist þá mun ég reyna að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og konuna. Ég er 26 ára og þarf að gera það rétta í stöðunni. Ég er ekkert að flýta mér.“Gary Martin spilaði vel með Lilleström.mynd/lsk.noLaunalækkun Launin í íslenska boltanum hafa hækkað mikið á síðustu árum og viðurkennir Gary fúslega það sem margir hafa haldið fram: Hann fékk minna borgað í Noregi en hjá Víkingi sem hafnaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar. „Þannig er þetta bara. Ég tók á mig launalækkun til að fara til Noregs og það frekar stóra. Fjármálin eru ekki í góðum málum í Noregi en deildin er vissulega stærri, þar eru fleiri áhorfendur og leikmennirnir í betra formi. Það snýst ekki allt um peninga,“ segir Gary. „Launin eru betri á Íslandi. Íslenska deildin er að styrkjast og með breyttu efnahagsástandi á Englandi eftir að Bretland yfirgaf Evrópusambandið er miklu betra fyrir mig að vera á Íslandi. Ég þarf núna að taka rétta ákvörðun því þetta snýst ekki bara um mig.“ „Þegar ég hætti í fótbolta mun ég líklega búa á Íslandi. Þetta er heimilið mitt í dag. Ísland hefur verið mér frábært þannig ég mun ekki snúa baki við því án þess að hugsa mig um,“ segir Gary.Gary Martin spilaði fyrir Rúnar Kristinsson hjá KR og Lilleström. Er Lokeren næst?vísir/andri marinóÝmislegt í boði Lilleström vill halda Gary hjá félaginu og þá ætlar Lokeren að gera tilboð í enska framherjann eins og Vísir greindi frá í gær. Gary er búinn að tala við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lokeren en þeir unnu saman hjá KR og Lilleström. „Víkingar sögðu mér á laugardaginn frá liðum sem eru búin að hafa samband. Víkingarnir hafa verið mjög heiðarlegir við mig í þessu ferli og í raun alveg frá því ég gekk í raðir félagsins. Ég get ekki sagt eitt slæmt orð um Víking,“ segir Gary sem getur ekki hafið leik með nýju liði fyrr en í janúar þar sem hann er búinn að spila fyrir þrjú lið á árinu. Hann segir engin formleg tilboð hafa borist í sig. „Lokeren væri frábær möguleiki fyrir mig. Ég talaði við Rúnar á þriðjudaginn þar sem við áttum samtal um þetta en ekkert meira en það. Ég var bara að þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri hjá Lilleström. Rúnar þarf að hugsa um sig og sitt lið núna en ég reyni bara að halda mér í formi ef ég fæ eitthvað tækifæri í janúar.“ FH og Valur eru sögð virkilega áhugasöm um að fá Gary til liðs við sig og enski framherjinn virðist töluvert spenntari fyrir að spila með þeim í Pepsi-deildinni en Víkingi. „FH og Valur eru bæði frábær lið. Eftir að spila með Lilleström vill maður fara að keppa um titla. Ég átti samtal við Víkinga og þeir voru mjög heiðarlegir við mig í þessu. Ef ég fæ tækifærti til að fara til FH eða Vals verður erfitt fyrir mig að segja nei,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Lokeren ætlar að bjóða í Gary Martin Enski markahrókurinn eftirsóttur en ólíklegt er að hann spili með Víkingi í Pepsi-deildinni á næsta ári. 9. nóvember 2016 12:30