Gleymdi hópfjármögnunarvettvangurinn Baldur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á. Þegar kemur að næstu skrefum í þroskaferli fyrirtækja vandast oft málin og verða mörg þeirra hálfgerðir unglingar – of stór fyrir styrki og hefðbundna hópfjármögnun en of lítil og óþroskuð fyrir skuldabréfaútgáfur og bankalán. Á sama tíma eru vísbendingar um að almenningur sé meira en tilbúinn til þess að koma að fjármögnun spennandi verkefna hjá traustum aðilum. Það vakna því eðlilega upp spurningar um það hvers konar hópfjármögnunarvettvangur gæti hentað þörfum slíkra fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki búa oft ekki að mörgu öðru en góðum hugmyndum og öflugri framtíðarsýn sem getur tekið langan tíma að hrinda í framkvæmd. Af þeirri ástæðu getur lánsfjármögnun reynst erfið. Á sama tíma kalla aukin umsvif á hærri fjárhæðir og því getur verið æskilegt að búa um hnútana með slíkum hætti að fyrirtækjum beri ekki skylda til þess að greiða þátttakendum til baka nema þegar, og ef, vel gengur. Almennir fjárfestar (lesist: hver sem er) gætu, sem dæmi, gerst meðeigendur og fengið greiddan arð í samræmi við hlutdeild sína. Ef bjóða á almenningi að taka þátt í slíkri fjármögnun þarf að vanda sérstaklega vel til verka og veita skýrar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, framtíðarsýn, áhættur og áætlanir. Þátttaka í hópfjármögnun getur krafist þolinmæði. Fjárhagslegar aðstæður fólks geta aftur á móti breyst nokkuð skyndilega og í ljósi þess að oft getur verið um töluvert háar fjárhæðir að ræða fyrir einstakling er afar æskilegt að þátttakendur geti með einhverjum hætti innleyst verðmæti eignar sinnar þegar þeim hentar.Eðlileg krafa Fyrri þátttakendur þurfa því að geta selt hlutdeild sína í verkefninu og nýir komið inn. Til þess að liðka fyrir slíkum viðskiptum væri eðlilegt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna að upplýsa þátttakendur og aðra áhugasama um starfsemi sína, framgang mála, merkilega áfanga og aðra atburði þegar fram líða stundir. Það þyrfti auk þess að vera tryggt að allir sætu við sama borð og að þeir sem byggju yfir meiri upplýsingum en aðrir mættu ekki notfæra sér þær með því að kaupa, eða selja, á grundvelli slíkra upplýsinga. Þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsingum um fyrirtæki getur reynst flókið að leggja mat á eignarhlut í því. Upplýsingar um viðskipti annarra geta varpað ákveðnu ljósi á framboð og eftirspurn eftir slíkum hlut. Því er æskilegt að aðgangur að upplýsingum um verð, magn og tímasetningu viðskipta sé tryggður og að stuðlað sé að auknum áreiðanleika slíkra upplýsinga með skýrum leikreglum. Með öflugum „eftirmarkaði“ verða einstaklingar viljugri til þess að taka þátt í frekari hópfjármögnunum, vitandi að þeir hafa tök á því að selja hlut sinn í verkefninu ef aðstæður breytast, sem liðkar fyrir enn frekari notkun fyrirtækja á þessari leið. Þetta fyrirkomulag er reyndar til í dag, í formi hlutabréfamarkaða. Má þar sérstaklega nefna First North markað Nasdaq á Íslandi („Kauphallarinnar“), sem er m.a. hugsaður fyrir smærri fyrirtæki. Það á til að gleymast að kauphallir eru hið upprunalega form hópfjármögnunar og að það regluverk og skipulag sem ríkir á slíkum mörkuðum er fyrst og fremst hannað með fjárfestavernd og skilvirkni að leiðarljósi, byggt á margra áratuga reynslu. Því miður hafa hlutabréfamarkaðir ekki mikið verið notaðir í þessum tilgangi á Íslandi að undanförnu, en að sama skapi má benda á að engin nýsköpunarfyrirtæki hafa látið á þessa leið reyna á síðastliðnum árum. Almennur áhugi fólks á þátttöku í hópfjármögnun vegna spennandi verkefna gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Umgjörðin er til staðar og nýlega voru gerðar breytingar á reglugerð um undanþágur frá gerð lýsinga sem ættu að draga talsvert úr kostnaði smærri fyrirtækja sem hyggjast fara þessa leið. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar