Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 18:05 Trump og Obama takast í hendur eftir fund þeirra í dag. vísir/getty Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00