Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 06:30 Púttað í menguninni Ólafía Þórunn á DLF-vellinum í Gurgaon í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún. Golf Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún.
Golf Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira