Píratar vilja fylgja þróun erlendis í lögleiðingu kannabis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“ Kosningar 2016 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“
Kosningar 2016 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira