Gerir myndbönd og lærir á gítar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 11:30 Óli Matti stillir sér upp eins og sönn rokkstjarna. Mynd/Þórdís Lilja Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016. Krakkar Lífið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016.
Krakkar Lífið Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira