Fjendur tókust í hendur og ræddu nýja ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 22:09 Donald Trump og Mitt Romney eftir fund þeirra í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira