Clinton og Trump skjóta föstum skotum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 23:43 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira