Fær innblástur úr breyskleika hljóðfæra sinna Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Halldór hefur mikið að gera þessa Airwaves hátíð en vélmennin hans létta töluvert undir með honum. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR. Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR.
Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira