Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. Vísir/Getty Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03