Frítt streymi á tónlist mistókst Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun