Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:32 Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Vísir/Getty Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33
Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36