Ekki horfa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar