Áratuga reynsla fallin af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2016 08:00 Alþingishúsið við Austurvöll Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira