Tveir utanþingsráðherrar í framboði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Reykjavíkurkjördæmin í hnotskurn Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira