Voru beðin um að hrósa hvort öðru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 08:58 Frambjóðendurnir tókust í hendur í kjölfar spurningar Becker, en þau höfðu ekki gert það í byrjun líkt og siður er fyrir. Vísir/Getty Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira